• Harpa tónleikahús

  • Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Maríugata - Skóflustunga

Föstudaginn 19. nóvember sl. var tekin skóflustunga fyrir fjölbýlishús Bjargs og Búseta við Maríugötu í Urriðaholti í Garðabæ. Stefnt er að hefja uppsteypu eftir 2 vikur.

Umhverfisvaktin

Bjarma ætlar að gera ÍAV vænna og grænna fyrirtæki á komandi misserum. ÍAV mun vakta rafmagn, hita og endurvinnslu á sorpi. Vænta má yfirlýsingar frá henni á næstu dögum.

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí.

Ný frétt

Svipmyndir af verkum sem eru í vinnslu

Hér má sjá hluta af þeim verkefnum sem ÍAV vinnur að þessa stundina. Ýtarlegar upplýsingar er hægt að finna hér

Um ÍAV

ÍAV er alhliða verktakafyrirtæki með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu starfar samheldinn hópur um 240 starfsmanna.  Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum mannvirkjagerðar m.a. virkjana- og hafnarframkvæmdir, vega- og brúargerð, jarðganga- og jarðvinnuframkvæmdir auk alhliða byggingaframkvæmda.

ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og býr það yfir áratugareynslu í mannvirkjagerð.

Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði,atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis.

ÍAV leggjur mikla áherslu á að ráða kraftmikla og framsækna einstaklinga til starfa. Í boði er góð starfsaðstaða starfsmenn eru ánægðir með starfsandann og metnað innan fyrirtækisins.

  • FÆRNI

    Unnið er markvisst að því að hækka þekkingarstig starfsmanna í nýráðningum og með endur- og símenntun.

  • FRUMKVÆÐI

    Starfsfólki er gefinn kostur á krefjandi verkefnum sem fullnægir metnaði þeirra, reynslu og sveigjanleika í starfi.

  • FAGMENNSKA

    Starfsfólk ÍAV leggur áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.